Takk fyrir helgina. Við sjáumst.
Ég nenni eiginlega ekki að koma með díteilaða ferðasögu. Held að
Rósa sé búin að ljúga nógu miklu um þessa ferð á blogginu sínu. En þetta var hörkustuð og vil ég þakka öllum sem mættu fyrir frábæra helgi. Og einnig fyrir umhyggjuna á laugardeginum þegar ég fékk "pest" og varð að liggja í rúminu allan daginn og missti þar af leiðandi af afmælisveislunni. Ég bíð þess ekki bætur. Annars gerðist ekkert meira spennandi á laugardeginum sjálfum, mér skilst að strákarnir hafi eytt deginum í fótbolta (þ.e. fótboltaspilið og horfðu á tvo leiki) og þar af leiðandi fóru dömurnar í fýlu út í þá, fylgdu mínu fordæmi og fóru inní herbergi. Það tók víst alveg 7 sekúndur að sleikja úr þeim fýluna og drífa þær í eldhúsið að undirbúa kvöldmatinn, sem samanstóð af hamborgurum og pylsum fyrir almúgann og dýrindis steikur fyrir snobbuðu fegurðardrottningarnar. :) Kvöldið fór svo hægt af stað því við vorum öll frekar búin á því eftir átökin á föstudagskvöldinu. Því var gripið í spil uppá gamla mátann. Maggi kom með þá snilldarhugmynd að fara í drykkjuleik og hét sá leikur þristurinn (held ég..). Ég get eiginlega ekki útskýrt leikinn, m.a. vegna þess að ég er ekki enn búin að fatta reglurnar í honum. Hann átti samt að vera sáraeinfaldur, ég er kannski bara svona vitlaus... En allavega þá byrjaði það með því að ég átti að vera þristurinn (drekkur mest), sem tók virkilega á vegna "pestarinnar" um daginn. Ég var því ekki lengi að losa mig við þann titill og skella skuldinni yfir á annan. Ég íhugaði val mitt vandlega, og valdi svo þann sem mér fannst vera líklegastur til að geta valdið þessu ábyrgðamikla hlutverki, þ.e. Kristján Þór. Hann stóð sig vel framanaf kallinn, en svo fór bjórinn eitthvað illa í hann undir lokin. Við ákváðum að taka því ekki sénsinn á því að hann myndi a)drepast fyrir klukkan 9 um kvöldið eða b)myndi skila bjórnum í sófann. Þannig að við slúttuðum leiknum og tókum við annan gáfulegri, Trivial Pursuit. Við höfðum samt vit á því að gera Trivialið að drykkjuleik þannig að stemmingin færi nú ekki til fjandans. Það entist nú ekki ýkja lengi og næsta spil var tekið upp, Actionary. Þá hafði mín vit á því að láta sig hverfa, enda víða þekkt fyrir það að leikhæfileikarnir séu nú ekkert til að státa sig af. Ég skreið því upp í bæli (slappt, ég veit...) og yfirgaf liðsmenn mína, sem voru langt frá því sáttir við þetta framtak mitt, sem átti að vera þeim til góða. Ég veit því ekki hvað gerðist næstu tímana, en hef grun um að það hafi verið eitthvað á svipuðum nótum. Nema hvað, klukkan 02:03 ranka ég við mér við þessi líka litlu læti. Eftir mikla ígrundun ákveð ég að hætta mér fram og tjekka á málinu. Þegar ég opna hurðina verður mér ekki um sel. Frammi er kolniðamyrkur, tónlistin í botni og allir vinir mínir eru gjörsamlega að ganga af göflunum á "dansgólfinu". Í eitt sekúndubrot velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að hörfa aftur inn í herbergi og flýja útum gluggann, eða einfaldlega að slást í hópinn. Síðari kosturinn varð fyrir valinu og sé ég ekki eftir því. Ég ákveð að flippa bara líka, helli mér í nokkur glös og dansa næstu 4 tímana u.þ.b. Á tímabili var smá hætta á því að partíið myndi deyja, en Justin og Diddi björguðu því náttúrulega. Birtast kauðarnir ekki uppúr þurru berir að ofan, íklæddir lökum, baðsloppum og diskamottum. Svo heppilega vildi til að Rósa var að spila Rocky Horror diskinn og á honum er svona fegurðarsamkeppnis-lag, þið vitið, svona didididididdididirrimm lag sem er spilað áður en fegurðardrottningarnar eru krýndar. Allavega þá varð þetta allt í einu að svona spontant-fegurðarsamkeppni. Ég hef sjaldan á ævinni hlegið svona mikið, það munaði minnstu að ég hefði bara mígið í mig af hlátri, þeir voru svo fyndnir. Leikar fóru svo að Björn var valinn Orublu-stúlkan, við mikinn fögnuð viðstaddra, enda er drengurinn frægur fyrir það hversu fagra leggi hann er með, þannig að hann átti titillinn virkilega skilið. ;) Kristján var hins vegar valin rúmfata-stúlkan (Rósa var kynnir, ég veit ekki hvað hún átti við með því svosem) en hann tók sig allavega virkilega vel út í rósóttu rúmfötunum. Svo endaði kvöldið á því að það voru nánast allir sem djammi gátu valdið komnir í rúmfatagírinn, þó Rósa og Beta hefðu harðneitað að fara líka úr að ofan, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Justins til að sannfæra þær um að tóga-múnderingin kæmi mun betur út svoleiðis. Svo má heldur ekki gleyma Bigga a.k.a. Sesar, sem eyddi kvöldinu í að leita að Kleópötru :) Smá einkahúmor, þið sem voruð þarna skiljið þetta.. Ég tók svo auðvitað Bodyguard prógrammið mitt aftur, nema hvað í stað þess að fólk væri að hlægja að mér eins og síðast, þá sofnaði fólk bara... Furðulegt.. Kannski þóttust þau bara sofa til þess að ég myndi þegja.. Ég mun allavega EKKI taka Bodyguard í næstu ferð, fattaði það fyrir svona viku hvað ég hlyti að hafa gert mig að miklu fífli.. Típísk ég.
Á sunnudeginum var svo risið úr rekju um og eftir hádegi (langt eftir hádegi í mínu tilviki) og rúllað heim seinnipartinn.
Og vá, miðað við það að ég ætlaði ekki að skrifa díteilaða ferðasögu, þá var þetta nú ansi langt hjá mér. Og samt sleppti ég að segja frá föstudagskvöldinu (aðallega vegna þess að ég var það drukkin að ég man ekkert gífurlega mikið eftir því.. en það er nú önnur saga).. Ég vona að við endurtökum þetta fljótlega, kannski þegar fólk er búið í prófum og Claire&Toms verða komin heim. En þangað til þá segi ég bara Gleðilega Páska og ég vona að ég sjái ykkur eitthvað um páskana, er ekki málið að skella sér á ball á föstudaginn??
p.s. ég fór svo með dósirnar úr ferðinni í dósasel í gær og þetta voru hátt í TVÖHUNDRUÐ dósir. Viljiði pæla?!