þriðjudagur, júlí 17, 2007

Jæja þá er komið að því :) 5 ára útskriftarafmæli Íslenzka Aðalsins!

Við ætlum að byrja á því að fá túr um skólann okkar gamla sem hefur breyst mjög síðan við vorum í honum. Túrinn hefst kl. 18:00 og er það Guðmann á bókasafninu sem sér um að sýna okkur skólann. Hann vill hitta okkur í skotinu hjá íþróttahúsinu. Að túrnum loknum er planið að fara heim til Andreu, á Drangarvelli 4 þar sem við tekur bjór og grill. Fólk er beðið um að koma með eigið áfengi og eitthvað til að henda á grillið fyrir sjálft sig.

Í hnetuskel: Hittast kl. 18 upp í FS. Svo heim til Andreu í bjór og grill. Muna koma með: bjór, mat á grillið og koma svo með allar myndir sem þið eigið frá Krít og vetrinum á meðan fjáröfluninni stóð. Ekki verra ef Jói kæmist með vidjóið ;)

Hlakka til að sjá ykkur öll aftur. Það er svo sannarlega langt síðan síðast :)

þriðjudagur, maí 29, 2007

HITTINGUR 21. JÚLÍ

Ákveðið hefur verið að hafa hitting laugardaginn 21. júlí í sumar svo takið daginn frá! Ekki eru staðsetningar eða plön fullkomlega staðfest en ljóst er að ef flestir mæta ætti úr að verða eitt gott partí.

- Makar eru beðnir um að halda sig fjarri endurfundum gamalla skólafélaga til að gera momentið ekki "asnalega óþægilegt".
- Partíið fer fram í partýdýflissu Andreu, Drangavöllum 4, Kef City.
- Ef þú manst ekki eftir seinniparti kvöldsins daginn eftir þá var gaman.

Nánari uppl. síðar ;)

Sjáumst 21. júlí.

fimmtudagur, mars 29, 2007

Jæja þá er komið að því að fá nýtt update frá öllum.

Hvað eru allir að gera í dag? (Skóli, vinna, staður, börn, gráður, stórafmæli, framtíðarplön, sumarvinnur og allt annað sem ykkur dettur í hug!)

mánudagur, janúar 09, 2006

Vá, ég byrjaði bara að blogga á fullu áðan og publishaði því. Fannst eitthvað undarlegt við þetta allt saman en þá áttaði ég mig á því að ég var að blogga um hversdagsleika minn á Aðals síðunni þegar ég ætlaði að gera það á minni síðu... auli.

En já í tilefni þess þá ákvað ég bara að skrifa nokkrar línur um ekki neitt hérna. Það vantar að endurvekja þennan vefheim okkar - fá smá líf í hópinn. Er ekki bara orðið allt of langt síðan við höfum hist?

Love & peace
Linda Guðmunds.
Mig langaði bara að óska Erlu og Halla til hamingju með soninn sem fæddist í morgun. Skemmtilegt líka að hann skuli teljast vera 300.000 íbúi landsins!
Til hamingju með þetta elsku Erla og Halli!!


(læt fylgja með greinina af mbl.is)
Drengur sem fæddist í morgun telst 300 þúsundasti íbúi landsins
Mannfjöldaklukka Hagstofunnar sló 300.000 um klukkan 7 í morgun. Hagstofan segir að það þyki við hæfi að það barn, sem fæddist hér á landi sem næst þessum tíma, teljist þrjú hundruð þúsundasti íbúi landsins. Þetta er drengur sem fæddist á fæðingardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss á sjöunda tímanum í morgun, sonur Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldar Arnarsonar í Reykjanesbæ.
Hagstofan setti nýlega á vef sinn svonefnda mannfjöldaklukku í tilefni af því að íbúar landsins nálguðust 300.000. Talning mannfjöldaklukkunnar byggðist á stöðu íbúaskrár dag frá degi og raunverulegum og áætluðum fjölda fæðinga, andláta og skráninga á fólki sem fluttist til landsins og frá því.
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri ætla að heimsækja drenginn og foreldra hans á fæðingardeildina á morgun.

mánudagur, júní 20, 2005

Já, ekki miklar undirtektir, það er rétt.. er fólk alveg hætt að kíkja hingað inn?? Spurning um að það fólk sem er að kíkja hérna inn kommenti hvað það langi til að gera? Viljiði fara í bústaðaferð (eða útilegu ef það gengur illa að fá bústað?) og hvenær þá? Eða viljiði bara hafa partí einhverja helgina? Koma svo fólk, tjá sig, jafnvel þó þið segið að þið viljið bara alls ekki hittast! ;)
Allir að kommenta!!

föstudagur, júní 17, 2005

Vááátz ég er ekki búin að kíkja inn á þessa síðu í laaangan tíma.

En hey. Ég skal halda partý ef þið lofið mér því að mætingin verði léleg. BN gerir ekki ráð fyrir fjölmennum partýum.

En hvað með bústað, ha hm ha? Hver er vanur að toga í spottana? Andrea? ANDREA?

Ég er þokkalega game, skilurru!

miðvikudagur, júní 08, 2005

ekki miklar undirtektir... verðum að virkja hópinn.

Ég meina, við erum með það orðspor að vera ógeðslegasta flottasti og æðislegasti Aðall sem uppi hefur verið. Common people!

sunnudagur, maí 29, 2005

er ekki kominn tími á hópinn? Ég er ekki að bjóða mig fram til að halda partý, enda bý ég í sveitinni í Garðinum þar sem lítið gerist. En það væri fínt að fá a.m.k. einhverja umræðu hér, þá gæti einhverjum jafnvel dottið eitthvað í hug... Hvað segið þið um það. Er Aðalshittingur í augnsýn eða hvað?

mánudagur, febrúar 28, 2005

Takk kærlega fyrir síðast :) Þetta var frábært.

Kíktu hingað! /ath. verður að hafa kveikt á hljóði.

sunnudagur, febrúar 20, 2005

6 dagar í hitting

Ég ætla að mæta en þú?

sunnudagur, janúar 30, 2005

Gleði gleði

Jæja, þið eruð ekki dauð úr öllum æðum enn semsagt..
Laugardagurinn 26.feb, dagur tónlistarskólanna, hefur orðið fyrir valinu. Allir sáttir við það??
Vinsamlegast látið fréttina berast til þeirra sem eru ekki eins virkir og þið í að skoða síðuna okkar. Nenni ekki að fara að hringja í alla strax. :)

Allir að mæta!! :)

mánudagur, janúar 24, 2005

Sælir sykurpúðar :)

Ég er komin með leið á að bíða eftir að það gerist eitthvað á þessari síðu og ætla því að taka orðið í mínar hendur. :)
Allavega, ég fór að pæla í því þegar ég sótti ástkærann bróður minn uppí flugstöð þegar hann kom úr sinni útskriftarferð, hversu langt það er síðan við höfum hist öll saman. Held að það sé rétt með farið hjá mér að síðasti hittingur var í maí heima hjá Betu í "júróvísjón"partíið. Ég set júróvísjón í gæsalappir vegna þess að ég held að ég hafi ekki séð neitt nema brot af frammistöðu Jónsa því ég var of upptekin við hlaupskotin.. :) Það er allavega langt síðan við hittumst síðast, það er nokkuð ljóst...
En er áhugi fyrir því að hittast? Ég gæti reddað húsnæði, en ég nenni eiginlega ekki að halda partí ef það er svo enginn áhugi og mætingin yrði slöpp..
Ég get náttúrulega bara talað fyrir mína hönd, en mér finnst alltaf mjög gaman að hitta ykkur og rifja upp gamla tíma. Finnst hálf ótrúlegt að það séu komin þrjú ÁR síðan við byrjuðum að safna fyrir krítarferðinni miklu. Tíminn líður...
En þið segið til. Viljiði hitting eða ekki? :)

laugardagur, október 02, 2004

jæja, er ekki kominn tími til að uppfylla kröfurnar sem þessi heimasíða á að gera til fólks? þegar við opnuðum hana vildum við að allir myndu skrifa á hana hvar þeir væru og hvað þeir væru að gera með tilliti til þess að hópurinn myndi fara í sínar áttir og gera eitthvað allt annað en þegar hópurinn fór til Krítar sem hinn íslenski Aðall. Því ætla ég að spyrja.. hvað eru allir að gera í dag og hvar eruð þið?? ég skal skrifa fyrstur og svo væri gaman ef allir gerðu slíkt hið sama :)

sunnudagur, júlí 11, 2004

Jæja, nú styttist aldeilis í 5 ára útskriftarafmælið okkar :) Eftir umræðu nokkra einstaklinga voru nokkrir sammála um að afmælið skyldi halda á lítilli eyju í Thailandi sem heitir Ko Pha Ngan árið 2007 dagana 28. maí til 13. júní(eitthvað svoleiðis, allavega sömu daga og Krítarferðin var). Á Ko Pha Ngan eru engin hótel heldur bara kofar á ströndinni sem kosta frá 300kr nóttin á mann. Ótal skemmtistaðir eru þar sem halda strandapartý öll kvöld en eyjan er þekktust fyrir sín frægu "Full Moon" partý. Nú er bara að byrja spara! :) Eru ekki allir til?!?!!?

fimmtudagur, júní 24, 2004

hey! Ég veit ekki hvort einhver hefur pælt í því en þetta verður hálfgerð útskriftarferð númer 2 á Hróarskeldu. Það er amk þriðjungur Aðalsins að fara í ár! What´s happening? :) Ég, Klara, Diddi, Bessi, Linda, Linda, Elísabet, Heba, Hlynur, Atli, Biggi :) Þetta met verður sennilega seint slegið... :)

þriðjudagur, júní 15, 2004

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Kristján, hann á afmæli í dag.

Innilega til hamingju með daginn ...hafðu það gott í dag

fimmtudagur, maí 13, 2004

Only two days to go!!

Jæja krakkar, þá er þetta alveg að bresta á. Bara 52 tímar eftir! :)
En já, einhver ykkar eru líklegast búin að frétta af breyttri staðsetningu á partíinu. Ástæðan fyrir því er sú að það hefði tekið okkur ár og öld að fá þetta helv...skemmtanaleyfi. Við hefðum þurft allskyns pappíra og vesen, sakavottorð, lífeyriseitthvað og fullt af leyfum. Þannig að Beta fór og grátbað foreldra sína um að lána sér húsið, sem þau og gerðu, og því verður partíið haldið þar. Sem dæmi um það hversu mikið vesen þetta leyfi hefði verið, þá BAÐ löggan okkur um að halda þetta í heimahúsi svo þeir þyrftu ekki að standa í þessu veseni líka. Allavega problem fixed og við sjáumst á Heiðarbakka 4, klukkan sjö á laugardagskvöldið. Það verða líklegast um 24 manns sem mæta, sem er nú bara mjög góð mæting verð ég að segja.
Se ya saturday! :)

þriðjudagur, maí 11, 2004

Partí undirbúningur

Jæja, nú ættu allir að vera byrjaðir að telja niður dagana þangað til aðalspartíið verður. Ef ske kynni að þið hafið gleymt því þá er það Á LAUGARDAGINN KLUKKAN SJÖ! Og í guðs almáttugs bænum ekki fara að mæta ýkt seint, bara svo þið getið drukkið ykkur full áður en þið komið. Ég vil ekki sjá neinn mæta seinna en hálfníu, nema hann/hún hafi GÓÐA afsökun fyrir því. En já, það er smá situation með skemmtanaleyfi, en ný samþykktar reglur gera ráð fyrir því að fólk þurfi leyfi til þess að skemmta sér og sínum í þessum bæ. Ég vona innilega að það hafi ekki verið minn flokkur sem stóð að baki þessum reglum, því þá þarf ég að fara að endurskoða minn hug. Fyrr má nú gera helv..bæinn fjölskylduvænan, það á bara að banna allt djamm sem fær ekki sérstakt leyfi hjá lögreglunni. Til gamans þá ætla ég að skella inn ímeilinu sem við fengum frá löggunni:
>Sæl e-leifs
>
>Við nánari athugun á málum varðandi Framsóknarsalinn við Hafnargötu kemur í ljós að þú þarft að vinna þetta í nánari samvinnu við forsvarsmenn salarins.
>Til að geta fengið skemmtanaleyfi þarftu veitingaleyfi og slíkt leyfi hefur staðurinn, xxx nánar tiltekið.
>Þá þarf að útvega og nefna dyraverði í samræmi við fjölda (áætlaðan) gesta. Þeir dyraverðir þurfa að hafa verið samþykktir af sýslumannsembættinu.
>
>Ég ráðlegg þér að leita til xxx og ræða betur við hann um þær kvaðir sem á skemmtanahaldara hvíla. Þá getur þú einnig leitað til mín varðandi þá hluti sem xxx skilur ekki eða getur ekki veitt þér ráð varðandi.
>
>Kveðja,

Mín stóra spurning eftir lestur þessa bréfs var þessi: DYRAVERÐI?! FYRIR 25 MANNS?! ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ FÓLK??! (hástafirnir eiga að gefa til kynna undrun mína á þessu bréfi). Allavega, þá fáum við allt þetta á hreint í dag vonandi. En ef einhver vill bjóða sig fram í að vera dyravörður þá er það náttúrulega velkomið ;)
Og vonandi verðið þið líka búin að leggja inn (í SÍÐASTA lagi á morgun) svo við getum borgað þetta helv...leyfi og salinn, áfengi og annað sem þarf til að gera sér glaðan dag.
Svo ég minni ykkur á það aftur: þá er það reikningur 1109-26-2505 og kennitala: 251282-4129. Don't make me have to call you people! ;) Við síðustu athugun voru einungis Heba, Rósa, Jón Haukur, Elísabet og Björn búin að leggja inn og fá þau öll svona stimpilbroskall á handarbakið í staðinn (við komuna í partíið sko).
Ef ykkur er illa við að eiga við banka þá megiði auðvitað koma með peninginn heim til mín, eða Betu, í vel-lokuðu umslagi merkt: Kristileg samkoma á laugardag. og nafnið ykkar fyrir neðan. Danke schön!

Sjáumst á laugardaginn!

miðvikudagur, maí 05, 2004

Ég ætlaði að fara að finna e-h flott lúkk og setja hérna inn - en ég hef víst bara ekki leyfi til þess.... Hver getur gefið mér leyfi????

Takk kærlega fyrir boðskortið - reyndar ekki búin að sjá það, bara búið að lesa það upp fyrir mig.

Sjáumst hress þann 15 maí :-)

föstudagur, apríl 23, 2004

Partí Partí

Jæja sykurpúðarnir mínir, nú er komið að því. Ég, Beta og Björn sátum sveitt á Duus í gær að plana aðalspartí aldarinnar. Við ætlum að halda uppá tveggja ára útskriftarafmæli okkar með pompi og prakt. Nánari upplýsingar koma síðar, en við erum búin að ákveða að hafa þetta 15.maí og munum leigja sal og alles. (hvað alles er mun koma í ljós síðar). Ég ætlaði nú bara að láta fólk vita af dagsetningunni þannig að fólk geti reddað sér fríi ef það er að vinna, en við miðuðum allavega við það að allir væru búnir í prófum a.m.k. Svo vildi ég líka athuga stemminguna fyrir þessu. Eru ekki annars allir til í smá partí og fjör?? :) Þetta verður geggjað stuð. Ööö, held ég ætlaði ekki að segja neitt meira.. jú..boðskort eru svo væntanleg leið og við fáum staðfestingu á sal og soleis. Ókei? :)

fimmtudagur, apríl 22, 2004

hehehehehe!!!!

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Takk fyrir helgina. Við sjáumst.

Ég nenni eiginlega ekki að koma með díteilaða ferðasögu. Held að Rósa sé búin að ljúga nógu miklu um þessa ferð á blogginu sínu. En þetta var hörkustuð og vil ég þakka öllum sem mættu fyrir frábæra helgi. Og einnig fyrir umhyggjuna á laugardeginum þegar ég fékk "pest" og varð að liggja í rúminu allan daginn og missti þar af leiðandi af afmælisveislunni. Ég bíð þess ekki bætur. Annars gerðist ekkert meira spennandi á laugardeginum sjálfum, mér skilst að strákarnir hafi eytt deginum í fótbolta (þ.e. fótboltaspilið og horfðu á tvo leiki) og þar af leiðandi fóru dömurnar í fýlu út í þá, fylgdu mínu fordæmi og fóru inní herbergi. Það tók víst alveg 7 sekúndur að sleikja úr þeim fýluna og drífa þær í eldhúsið að undirbúa kvöldmatinn, sem samanstóð af hamborgurum og pylsum fyrir almúgann og dýrindis steikur fyrir snobbuðu fegurðardrottningarnar. :) Kvöldið fór svo hægt af stað því við vorum öll frekar búin á því eftir átökin á föstudagskvöldinu. Því var gripið í spil uppá gamla mátann. Maggi kom með þá snilldarhugmynd að fara í drykkjuleik og hét sá leikur þristurinn (held ég..). Ég get eiginlega ekki útskýrt leikinn, m.a. vegna þess að ég er ekki enn búin að fatta reglurnar í honum. Hann átti samt að vera sáraeinfaldur, ég er kannski bara svona vitlaus... En allavega þá byrjaði það með því að ég átti að vera þristurinn (drekkur mest), sem tók virkilega á vegna "pestarinnar" um daginn. Ég var því ekki lengi að losa mig við þann titill og skella skuldinni yfir á annan. Ég íhugaði val mitt vandlega, og valdi svo þann sem mér fannst vera líklegastur til að geta valdið þessu ábyrgðamikla hlutverki, þ.e. Kristján Þór. Hann stóð sig vel framanaf kallinn, en svo fór bjórinn eitthvað illa í hann undir lokin. Við ákváðum að taka því ekki sénsinn á því að hann myndi a)drepast fyrir klukkan 9 um kvöldið eða b)myndi skila bjórnum í sófann. Þannig að við slúttuðum leiknum og tókum við annan gáfulegri, Trivial Pursuit. Við höfðum samt vit á því að gera Trivialið að drykkjuleik þannig að stemmingin færi nú ekki til fjandans. Það entist nú ekki ýkja lengi og næsta spil var tekið upp, Actionary. Þá hafði mín vit á því að láta sig hverfa, enda víða þekkt fyrir það að leikhæfileikarnir séu nú ekkert til að státa sig af. Ég skreið því upp í bæli (slappt, ég veit...) og yfirgaf liðsmenn mína, sem voru langt frá því sáttir við þetta framtak mitt, sem átti að vera þeim til góða. Ég veit því ekki hvað gerðist næstu tímana, en hef grun um að það hafi verið eitthvað á svipuðum nótum. Nema hvað, klukkan 02:03 ranka ég við mér við þessi líka litlu læti. Eftir mikla ígrundun ákveð ég að hætta mér fram og tjekka á málinu. Þegar ég opna hurðina verður mér ekki um sel. Frammi er kolniðamyrkur, tónlistin í botni og allir vinir mínir eru gjörsamlega að ganga af göflunum á "dansgólfinu". Í eitt sekúndubrot velti ég því fyrir mér hvort ég ætti að hörfa aftur inn í herbergi og flýja útum gluggann, eða einfaldlega að slást í hópinn. Síðari kosturinn varð fyrir valinu og sé ég ekki eftir því. Ég ákveð að flippa bara líka, helli mér í nokkur glös og dansa næstu 4 tímana u.þ.b. Á tímabili var smá hætta á því að partíið myndi deyja, en Justin og Diddi björguðu því náttúrulega. Birtast kauðarnir ekki uppúr þurru berir að ofan, íklæddir lökum, baðsloppum og diskamottum. Svo heppilega vildi til að Rósa var að spila Rocky Horror diskinn og á honum er svona fegurðarsamkeppnis-lag, þið vitið, svona didididididdididirrimm lag sem er spilað áður en fegurðardrottningarnar eru krýndar. Allavega þá varð þetta allt í einu að svona spontant-fegurðarsamkeppni. Ég hef sjaldan á ævinni hlegið svona mikið, það munaði minnstu að ég hefði bara mígið í mig af hlátri, þeir voru svo fyndnir. Leikar fóru svo að Björn var valinn Orublu-stúlkan, við mikinn fögnuð viðstaddra, enda er drengurinn frægur fyrir það hversu fagra leggi hann er með, þannig að hann átti titillinn virkilega skilið. ;) Kristján var hins vegar valin rúmfata-stúlkan (Rósa var kynnir, ég veit ekki hvað hún átti við með því svosem) en hann tók sig allavega virkilega vel út í rósóttu rúmfötunum. Svo endaði kvöldið á því að það voru nánast allir sem djammi gátu valdið komnir í rúmfatagírinn, þó Rósa og Beta hefðu harðneitað að fara líka úr að ofan, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Justins til að sannfæra þær um að tóga-múnderingin kæmi mun betur út svoleiðis. Svo má heldur ekki gleyma Bigga a.k.a. Sesar, sem eyddi kvöldinu í að leita að Kleópötru :) Smá einkahúmor, þið sem voruð þarna skiljið þetta.. Ég tók svo auðvitað Bodyguard prógrammið mitt aftur, nema hvað í stað þess að fólk væri að hlægja að mér eins og síðast, þá sofnaði fólk bara... Furðulegt.. Kannski þóttust þau bara sofa til þess að ég myndi þegja.. Ég mun allavega EKKI taka Bodyguard í næstu ferð, fattaði það fyrir svona viku hvað ég hlyti að hafa gert mig að miklu fífli.. Típísk ég.
Á sunnudeginum var svo risið úr rekju um og eftir hádegi (langt eftir hádegi í mínu tilviki) og rúllað heim seinnipartinn.
Og vá, miðað við það að ég ætlaði ekki að skrifa díteilaða ferðasögu, þá var þetta nú ansi langt hjá mér. Og samt sleppti ég að segja frá föstudagskvöldinu (aðallega vegna þess að ég var það drukkin að ég man ekkert gífurlega mikið eftir því.. en það er nú önnur saga).. Ég vona að við endurtökum þetta fljótlega, kannski þegar fólk er búið í prófum og Claire&Toms verða komin heim. En þangað til þá segi ég bara Gleðilega Páska og ég vona að ég sjái ykkur eitthvað um páskana, er ekki málið að skella sér á ball á föstudaginn??

p.s. ég fór svo með dósirnar úr ferðinni í dósasel í gær og þetta voru hátt í TVÖHUNDRUÐ dósir. Viljiði pæla?!

mánudagur, mars 22, 2004

Djíses píses, hvað það gerist lítið á þessari síðu!
En allavega þá er bústaðadjamm um helgina, við viljum endilega fá sem flesta með okkur, enda er alltaf skemmtilegra að drekka í fjölmenni heldur en einmenni.. (er nokkuð viss um að þetta sé ekki viðurkennt orð, en þið skiljið mig vonandi).. Bústaðurinn sem um ræðir er einhvers staðar fyrir utan laugarvatn, og er sá sami og við vorum í síðast, fyrir þau ykkar sem voru svo skemmtileg að mæta þá. Það er að vísu óráðlegt að biðja mig um einhverjar leiðbeiningar þar sem ég á mjög erfitt með að rata svona útí sveit. Endilega drullisti til að koma með núna, það var geggjað gaman síðast, og þarsíðast reyndar líka, og samt voru geðveikt fáir sem mættu. Við förum flest á föstudagskvöldið, en einhverjir ætla að koma á lau líka. Hafið samband við mig eða rósu ef þið ætlið að koma eða kommentið hér fyrir neðan.
ókei..sé ykkur þá, pís át :)

mánudagur, febrúar 23, 2004

Jæja það virðist vera áhugi fyrir jammi (kemur á óvart). Eigum við þá að reyna neggla eitthvað niður eins og hverjir, hvenar, hvernig og hvar?

sunnudagur, febrúar 01, 2004

Vildi bara óska Lindu góða ferð!!! Gangi þér vel skvís :-) Fáum við ekki að fylgjast með ferðasögu á blogginu þínu????

kv.
Eva Björg

föstudagur, janúar 09, 2004

Mar spyr sig nú bara hvar er alltaf fólkið sem hefur aðgang að skrifa á þessa síðu....er ekki málið að lífga aðeins upp á hana?????

Ég vildi bara óska Klöru og Tomma góðrar ferðar í ævintýrinu sínu. Hlakka til að fylgjast með ferðasögunni ykkar :-)



fimmtudagur, janúar 08, 2004

BREYTT ÁFORM!

Í stað þess að hittast á duus ætlum við bara að hittast öll heima hjá mér. Ákváðum að breyta þessu þar sem að heima getum við drukkið okkar eigin bjór sem er miklu ódýara, hlustað á tónlistina sem við viljum, já.. bara miklu betra. Þannig að.... heima hjá mér annað kvöld, ekki á duus.

Þetta er þó ekkert partý, né fyllerí, planið var bara að fá sér 2-3, spjall og eðal músík að hætti hússins og að allir geti mætt á réttum tíma í vinnuna! ;)

Hlakka til að sjá ykkur :)

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Hæhæ allir saman nú, nú er stutt þangað til að við hjúin förum út í fjóra mánuði. Við förum snemma á laugardagsmorgun og því ekki hægt að halda neitt rokið kveðjufyllerí þannig að við ætlum að kíkja á duus í staðinn á fimmtudaginn kl. 21:00 og fá okkur bjór með ykkur dúllunum okkar í síðasta sinn áður en við kveðjum ykkur. Vonust til að sjá ykkur þar :)

föstudagur, nóvember 21, 2003

Jæja, hvernig er það?? Ætlar Aðallinn að gera eitthvað um jólin eins og í fyrra? Jólahlaðborð einhvers staðar??

mánudagur, nóvember 10, 2003

Ferðasagan frá sumarbústaðarferð Aðalsins helgina 7.-9. nóvember

Þriðjungur Aðalsins sá sér fært um að mæta í sumarbústaðinn á Laugarvatni. Kristján, Björn Ísberg, Tommi, Linda G, Linda B, Klara, Hjördís, Íris, Andrea, Silla og Rósa R. Kannski ekki besta mætingin í heiminum en engu að síður var þetta vel heppnuð sumarbústaðarferð sem “in a nutshell” samanstóð af frekar mikilli áfengisdrykkju, spjalli, heitapottaferðum og mörgum bröndurum.

Föstudagskvöldið hófst á frekar rólegu spjalli og bjórdrykkju. Áður en við vissum af vorum við farin að þurfa tala saman hærra vegna tónlistarinnar og farin að dansa. Margir hverju dönsuðu uppá sófasettum og sprellið í hámarki. Lag með Outkast sem ég man ekki hvað heitir gerði á endanum allt vitlaust þar sem dönsuðum öll og ég og fleiri héldum á vidjókamerunni allan tímann og náðum alls kyns molum á myndband. Þegar miðnættið skall á bauð Tommsi uppá tekíla og vildi endilega að allir fengju sér tekíla og færu svo í heita pottinn. (Heita potturinn var aðeins opinn frá 10-22 og þurftum við, eða ég réttara að segja, að sannfæra Didda um að það myndi enginn fatta það þótt við klifruðum öll yfir grindverkin og djömmuðum ofan í pottinum.) Við Diddi stóðum heillengi með lykla að hurðinni og hjökkuðumst heillengi á hurðinni þangað til að við áttuðum okkur á því að rétt fyrir ofan hékk hengilás sem kom í veg fyrir að við kæmumst inn. Allavega, á endanum (þetta er allt til á vidjói) var ákveðið að fara aftur inn, skella í sig nokkrum tekíla skotum og fara svo í pottinn. Við tókum öll tekílað þannig að sítrónan fór ekki á hin hefðbundna stað heldur í augað. Það virkar þannig að maður pælir helmingi minni í bragði þessa rótsterka drykks. En það var mikið hlegið í kringum þetta og á endanum gerðu þetta allir þeir sem fengu sér og voru flestir hálfblindir eftir á. Og með því endaði lagið með Outkast á því að Diddi tók þennan rosalega dans þar sem við lágum nærri því öll í gólfinu af hlátri. (dansinn er líka til á vidjói hehe). Svo brutumst við í pottinn og það var virkilega gaman. Tveir pottar voru á staðnum en á tímabili sat Kristján einn í einum pottinum með rosalega mörgum stelpum og þá sagði einhver “Hey, þetta er eins og í þýskri klámmynd!” og þá stóð ég við hliðina á pottinum með vidjóvélina og sagði eitthvað “Já vá!” og þóttist ætla að gleðja gaurinn minn í stuttbuxunum og fólki fannst það fyndið. Nema hvað! Að daginn eftir þá sást óvart á vidjó þegar ég ætlaði að þykjast rúnka mér þá sást óvart í “gaurinn minn”. Ég held að nærrum allir hafi orðið orðlausir í nokkrar sekúndur áður en allir hlógu geðveikt af þessu. Myndavélum á greinilega ekki að beina á vitlausa staði! Eftir pottinn tók við vafasamt gítarspil hjá undirrituðum en það var mjög skemmtilegt. Meira man ég ekki frá þessu kvöldi enda búinn að drepast klukkan rúmlega 02:00! En margir hverjir djömmuðu langt fram á morgun.

Rosaleg þynnka rúllaði yfir hópinn daginn eftir og margir hverjir mikil kvaldir.
Horft var á vidjóið og mikið hlegið. Andrea, Rósa R og Íris og Linda B þurftu að fara heim.

Um kvöldið var svo grillað hamborgara og fengið sér bjór og tekíla nema hvað að það voru ekki eins mikil læti í okkur og kvöldið áður og við spjölluðum allt kvöldið um allt á milli himins og jarðar. Kynlífsumræðurnar fannst mér þó áhugaverðastar og Bláa Lóns umræðurnar sístar :) heheh... get samt hlegið af þeim núna. Farið var aftur í heita pottinn en í þetta sinn var engin þýsk klámmynd tekin upp. Ég tók þátt í spjalli til hálfsjö um morguninn og svo tók svefninn við. Daginn eftir var rólegur og svo var tekið til og þvílíkt rusl. Ruslmagnið var svo gífurlegt að það tók hálfan bílinn hjá mér.

Í heildinni var þetta virkilega vel heppnuð sumarbústaðarferð. Ég vill þakka öllum þeim sem sáu sér fært um að mæta fyrir frábæra ferð saman. Við gerum mikið af því að hittast og við verðum að halda því áfram. Það eru ferðir eins og þessar sem við geymum í minnum okkar út ævina um hin ástkæra Íslenzka Aðal.

Sjáumst í næstu ferð! :)

Tommi Y.