Ferðasagan frá sumarbústaðarferð Aðalsins helgina 7.-9. nóvember
Þriðjungur Aðalsins sá sér fært um að mæta í sumarbústaðinn á Laugarvatni. Kristján, Björn Ísberg, Tommi, Linda G, Linda B, Klara, Hjördís, Íris, Andrea, Silla og Rósa R. Kannski ekki besta mætingin í heiminum en engu að síður var þetta vel heppnuð sumarbústaðarferð sem “in a nutshell” samanstóð af frekar mikilli áfengisdrykkju, spjalli, heitapottaferðum og mörgum bröndurum.
Föstudagskvöldið hófst á frekar rólegu spjalli og bjórdrykkju. Áður en við vissum af vorum við farin að þurfa tala saman hærra vegna tónlistarinnar og farin að dansa. Margir hverju dönsuðu uppá sófasettum og sprellið í hámarki. Lag með Outkast sem ég man ekki hvað heitir gerði á endanum allt vitlaust þar sem dönsuðum öll og ég og fleiri héldum á vidjókamerunni allan tímann og náðum alls kyns molum á myndband. Þegar miðnættið skall á bauð Tommsi uppá tekíla og vildi endilega að allir fengju sér tekíla og færu svo í heita pottinn. (Heita potturinn var aðeins opinn frá 10-22 og þurftum við, eða ég réttara að segja, að sannfæra Didda um að það myndi enginn fatta það þótt við klifruðum öll yfir grindverkin og djömmuðum ofan í pottinum.) Við Diddi stóðum heillengi með lykla að hurðinni og hjökkuðumst heillengi á hurðinni þangað til að við áttuðum okkur á því að rétt fyrir ofan hékk hengilás sem kom í veg fyrir að við kæmumst inn. Allavega, á endanum (þetta er allt til á vidjói) var ákveðið að fara aftur inn, skella í sig nokkrum tekíla skotum og fara svo í pottinn. Við tókum öll tekílað þannig að sítrónan fór ekki á hin hefðbundna stað heldur í augað. Það virkar þannig að maður pælir helmingi minni í bragði þessa rótsterka drykks. En það var mikið hlegið í kringum þetta og á endanum gerðu þetta allir þeir sem fengu sér og voru flestir hálfblindir eftir á. Og með því endaði lagið með Outkast á því að Diddi tók þennan rosalega dans þar sem við lágum nærri því öll í gólfinu af hlátri. (dansinn er líka til á vidjói hehe). Svo brutumst við í pottinn og það var virkilega gaman. Tveir pottar voru á staðnum en á tímabili sat Kristján einn í einum pottinum með rosalega mörgum stelpum og þá sagði einhver “Hey, þetta er eins og í þýskri klámmynd!” og þá stóð ég við hliðina á pottinum með vidjóvélina og sagði eitthvað “Já vá!” og þóttist ætla að gleðja gaurinn minn í stuttbuxunum og fólki fannst það fyndið. Nema hvað! Að daginn eftir þá sást óvart á vidjó þegar ég ætlaði að þykjast rúnka mér þá sást óvart í “gaurinn minn”. Ég held að nærrum allir hafi orðið orðlausir í nokkrar sekúndur áður en allir hlógu geðveikt af þessu. Myndavélum á greinilega ekki að beina á vitlausa staði! Eftir pottinn tók við vafasamt gítarspil hjá undirrituðum en það var mjög skemmtilegt. Meira man ég ekki frá þessu kvöldi enda búinn að drepast klukkan rúmlega 02:00! En margir hverjir djömmuðu langt fram á morgun.
Rosaleg þynnka rúllaði yfir hópinn daginn eftir og margir hverjir mikil kvaldir.
Horft var á vidjóið og mikið hlegið. Andrea, Rósa R og Íris og Linda B þurftu að fara heim.
Um kvöldið var svo grillað hamborgara og fengið sér bjór og tekíla nema hvað að það voru ekki eins mikil læti í okkur og kvöldið áður og við spjölluðum allt kvöldið um allt á milli himins og jarðar. Kynlífsumræðurnar fannst mér þó áhugaverðastar og Bláa Lóns umræðurnar sístar :) heheh... get samt hlegið af þeim núna. Farið var aftur í heita pottinn en í þetta sinn var engin þýsk klámmynd tekin upp. Ég tók þátt í spjalli til hálfsjö um morguninn og svo tók svefninn við. Daginn eftir var rólegur og svo var tekið til og þvílíkt rusl. Ruslmagnið var svo gífurlegt að það tók hálfan bílinn hjá mér.
Í heildinni var þetta virkilega vel heppnuð sumarbústaðarferð. Ég vill þakka öllum þeim sem sáu sér fært um að mæta fyrir frábæra ferð saman. Við gerum mikið af því að hittast og við verðum að halda því áfram. Það eru ferðir eins og þessar sem við geymum í minnum okkar út ævina um hin ástkæra Íslenzka Aðal.
Sjáumst í næstu ferð! :)
Tommi Y.
Þriðjungur Aðalsins sá sér fært um að mæta í sumarbústaðinn á Laugarvatni. Kristján, Björn Ísberg, Tommi, Linda G, Linda B, Klara, Hjördís, Íris, Andrea, Silla og Rósa R. Kannski ekki besta mætingin í heiminum en engu að síður var þetta vel heppnuð sumarbústaðarferð sem “in a nutshell” samanstóð af frekar mikilli áfengisdrykkju, spjalli, heitapottaferðum og mörgum bröndurum.
Föstudagskvöldið hófst á frekar rólegu spjalli og bjórdrykkju. Áður en við vissum af vorum við farin að þurfa tala saman hærra vegna tónlistarinnar og farin að dansa. Margir hverju dönsuðu uppá sófasettum og sprellið í hámarki. Lag með Outkast sem ég man ekki hvað heitir gerði á endanum allt vitlaust þar sem dönsuðum öll og ég og fleiri héldum á vidjókamerunni allan tímann og náðum alls kyns molum á myndband. Þegar miðnættið skall á bauð Tommsi uppá tekíla og vildi endilega að allir fengju sér tekíla og færu svo í heita pottinn. (Heita potturinn var aðeins opinn frá 10-22 og þurftum við, eða ég réttara að segja, að sannfæra Didda um að það myndi enginn fatta það þótt við klifruðum öll yfir grindverkin og djömmuðum ofan í pottinum.) Við Diddi stóðum heillengi með lykla að hurðinni og hjökkuðumst heillengi á hurðinni þangað til að við áttuðum okkur á því að rétt fyrir ofan hékk hengilás sem kom í veg fyrir að við kæmumst inn. Allavega, á endanum (þetta er allt til á vidjói) var ákveðið að fara aftur inn, skella í sig nokkrum tekíla skotum og fara svo í pottinn. Við tókum öll tekílað þannig að sítrónan fór ekki á hin hefðbundna stað heldur í augað. Það virkar þannig að maður pælir helmingi minni í bragði þessa rótsterka drykks. En það var mikið hlegið í kringum þetta og á endanum gerðu þetta allir þeir sem fengu sér og voru flestir hálfblindir eftir á. Og með því endaði lagið með Outkast á því að Diddi tók þennan rosalega dans þar sem við lágum nærri því öll í gólfinu af hlátri. (dansinn er líka til á vidjói hehe). Svo brutumst við í pottinn og það var virkilega gaman. Tveir pottar voru á staðnum en á tímabili sat Kristján einn í einum pottinum með rosalega mörgum stelpum og þá sagði einhver “Hey, þetta er eins og í þýskri klámmynd!” og þá stóð ég við hliðina á pottinum með vidjóvélina og sagði eitthvað “Já vá!” og þóttist ætla að gleðja gaurinn minn í stuttbuxunum og fólki fannst það fyndið. Nema hvað! Að daginn eftir þá sást óvart á vidjó þegar ég ætlaði að þykjast rúnka mér þá sást óvart í “gaurinn minn”. Ég held að nærrum allir hafi orðið orðlausir í nokkrar sekúndur áður en allir hlógu geðveikt af þessu. Myndavélum á greinilega ekki að beina á vitlausa staði! Eftir pottinn tók við vafasamt gítarspil hjá undirrituðum en það var mjög skemmtilegt. Meira man ég ekki frá þessu kvöldi enda búinn að drepast klukkan rúmlega 02:00! En margir hverjir djömmuðu langt fram á morgun.
Rosaleg þynnka rúllaði yfir hópinn daginn eftir og margir hverjir mikil kvaldir.
Horft var á vidjóið og mikið hlegið. Andrea, Rósa R og Íris og Linda B þurftu að fara heim.
Um kvöldið var svo grillað hamborgara og fengið sér bjór og tekíla nema hvað að það voru ekki eins mikil læti í okkur og kvöldið áður og við spjölluðum allt kvöldið um allt á milli himins og jarðar. Kynlífsumræðurnar fannst mér þó áhugaverðastar og Bláa Lóns umræðurnar sístar :) heheh... get samt hlegið af þeim núna. Farið var aftur í heita pottinn en í þetta sinn var engin þýsk klámmynd tekin upp. Ég tók þátt í spjalli til hálfsjö um morguninn og svo tók svefninn við. Daginn eftir var rólegur og svo var tekið til og þvílíkt rusl. Ruslmagnið var svo gífurlegt að það tók hálfan bílinn hjá mér.
Í heildinni var þetta virkilega vel heppnuð sumarbústaðarferð. Ég vill þakka öllum þeim sem sáu sér fært um að mæta fyrir frábæra ferð saman. Við gerum mikið af því að hittast og við verðum að halda því áfram. Það eru ferðir eins og þessar sem við geymum í minnum okkar út ævina um hin ástkæra Íslenzka Aðal.
Sjáumst í næstu ferð! :)
Tommi Y.

0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim