fimmtudagur, maí 13, 2004

Only two days to go!!

Jæja krakkar, þá er þetta alveg að bresta á. Bara 52 tímar eftir! :)
En já, einhver ykkar eru líklegast búin að frétta af breyttri staðsetningu á partíinu. Ástæðan fyrir því er sú að það hefði tekið okkur ár og öld að fá þetta helv...skemmtanaleyfi. Við hefðum þurft allskyns pappíra og vesen, sakavottorð, lífeyriseitthvað og fullt af leyfum. Þannig að Beta fór og grátbað foreldra sína um að lána sér húsið, sem þau og gerðu, og því verður partíið haldið þar. Sem dæmi um það hversu mikið vesen þetta leyfi hefði verið, þá BAÐ löggan okkur um að halda þetta í heimahúsi svo þeir þyrftu ekki að standa í þessu veseni líka. Allavega problem fixed og við sjáumst á Heiðarbakka 4, klukkan sjö á laugardagskvöldið. Það verða líklegast um 24 manns sem mæta, sem er nú bara mjög góð mæting verð ég að segja.
Se ya saturday! :)

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim