mánudagur, september 29, 2003

Hæ hæ elsku dúllurnar mínar.

Vildi bara þakka ykkur kærlega fyrir skemmtilegt kvöld. Vonandi gerum við þetta fljótt aftur.
Ég fer í það fljótlega að búa til e-mail listan, ef að það er einhver sem var ekki í partýinu þegar allir skirfuðu e-mail, msn og símanúmer á blað fyrir mig, endilega sendið mér þá á evagunnars@hotmail.com
Bless í bili
Þakka öllum fyrir virkilega ánægjulegt kvöld sl. laugardag. Ég hef bara eitt að segja og það er "Þetta tókst!". En mér finnst við ættum að skála fyrir þessu :) Allir að standa upp fyrir framan tölvurnar sínar og skála fyrir okkur öllum sem mættu og tóku þátt í þessum endurfundum aðalsins... SKÁL FYRIR AÐLINUM OKKAR! Við gleymum honum aldrei... :)

sunnudagur, september 28, 2003

Mesta furða hversu hrottalega vel rættist úr kvöldinu með hliðsjón af því að Tómás stóð að baki allri skipulagningu! Ha!

Nei, en að öllu gríni slepptu stóð kvöldið undir öllum mínum væntingum og meira til! Ljómandi gaman að sjá rassana á ykkur, sérstaklega á strákunum. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum!

Svo ekki sé minnst á eftirlíf orma; ég skal láta mér þykja vænt um þá, Linda (Guðmundsdóttir), og trúa á ódauðleika þeirra ekki síður en okkar mannfólksins!

föstudagur, september 26, 2003

Hæ, jæja, ég er búinn að panta mat fyrir 25 manns á Kaffi duus kl. 19:30 á morgun.

Sjáumst þá :)

ps. þetta verður þannig að það fá allir kjúlla í matinn og svo fá þeir sér forrétt og eftirrétt sem vilja. Þetta var ekki hægt á sóhó þar sem örn garðars var harður á því að hver maður þyrfti að borða nákvæmlega það sama uppá hrísgrjón. Einnig er Duus ódýrara miklu meira libo á því. :)

fimmtudagur, september 25, 2003

MATURINN VERÐUR KL. 19:30 Á DUUS Á LAUGARDAGINN. Í MATINN VERÐUR KJÚKLINGABRINGA ÁSAMT FLEIRU GÓÐGÆT.
ALLIR AÐ MÆTA STUNDVÍSLEGA.
Hæ, ég er búinn að tala við Sóhó og Café Duus og þeir geta báðir afgreitt svona stóran hóp nema hvað að við þurfum öll að velja sama matinn...

Hérna er email sem hann sendi mér frá Sóhó...

Sæll skoðaðu eftirfarandi matseðill, þetta eru 3gja rétta matseðlar
forréttur aðalréttur og ábætir ath það er bara verð á aðalrétti þannig að
hitt er innifalið.
ef að þú velt sleppa ábætir mátti draga 600 kr frá

Ath sami matur fyrir allan hópinn....

ég get einnig boðið uppá Grísalundir með villisveppasósu, grænmeti og
kartöflum á kr 3900 með forrétti, og ábæti

Ef að matur er gerður upp í einu lagi , staðgreitt get ég veitt þér 20%
afslátt af mat.
Er með tilboð á rauðvíni 1,5 L á kr 3000,- kostar í bænum um 4500, þannig að
verðið ætti að verða mjög hagstætt fyrir ykkur. vinsamlega láttu mig vita
sem fyrst.

kveðja
Örn Garðars

Hátíðarkvöldverður
Þriggja rétta matseðill

VAL Á EINUM
FORRÉTT - AÐALRÉTT - ÁBÆTIR
VERÐIÐ RÆÐST AF AÐALRÉTTI.
SÖMU RÉTTIR FYRIR ALLAN HÓPINN

FORRÉTTIR
Heitreyktur lax með kús kús, salati , tartar sósu og toast melba
Grafinn nautavöðvi með garðsalati, kryddolíu og parmaosti
Kjúklinga salat , ristaðir marineraðir kjúklingalundir í engifer og appelsínu með stökku salati.
Reyktur og grafinn lax með sinneps- og piparrótar-sósu framreitt með marineruðu grænmeti og salati.
Innbakaðir sniglar í smjördeigskodda með hvítlauk og tómat
Innbakaðir sniglar og sveppir Bourguignonne í bragðmikilli rauðvínssósu, með baconi sveppum og lauk + 350

SÚPUR
Rjómalöguð sjávarréttarsúpa bætt með karrí og koníaki
Humarsúpa með rjóma
Rjómalöguð sveppasúpa Kr -300 dregst frá verði aðalréttar

AÐALRÉTTIR

Sjávarréttir
Smjörsteikt lúða með humar- humarsósu og risotto Kr 3950
Blandaðir sjávarréttir 3-4 tegundir það ferskasta hverju sinni Kr 4150
Baconvafinn skötuselur með kartöflumousse og rauðvínssósu Kr. 3650


Kjötréttir
Gljáð kjúklingabringa framreidd á hrísgrjónum, villisveppa appelsínu sósu kr.3650,-
Marineraður lambavöðvi borin fram með grænmeti, kartöflum og kryddjurtarsósu Kr 4480,-
Smjörsteik nautalund með gæsalifur ,svepparagú a la créme, madeirasósu gljáðu grænmeti og kartöflum Kr 4890
Beikon vafðar Grísalundir á kartöfluköku með rauðvínssósu , kartöflum og grænmeti Kr 4280

Ábætir
Volg Peruterta með vanilluís og ástríðu sósu
Súkkulaðimousseterta með vanillusósu og ávöxtum

GRÆNMETISRÉTTIR
( FORRÉTTUR OG EFTIRRÉTTUR ER EKKI INNIFALINN Í VERÐI GRÆNMETISRÉTTA )
Allir grænmetisréttir eru framreiddir með salati og brauði
Grænmetis og bauna buff með chilli sósu Kr 1650
Grænmetis Burritos með cedar osti salati og salsa Kr 1650
Grænmetis “quesedillas” með lárperumauki salati salsa, og syrðum rjóma Kr 1650



Hérna er meilið sem Duus sendi mér...

Hér koma nokkrar tillögur af matseðli, ég bæði gef þér upp tillögur af tveggja rétta og svo einnig einstök verð á hverjum rétti fyrir sig sem þið getið svo sjálf raðað saman
eftir ykkar óskum. Öll verð eru hópaverð.
1. Súpa - fiskitvenna - kaffi og konfekt 2150.-
2. Kjúklingabringa - eplapæ 2450.-

Súpa 350.-
Salat 500.-
Humarforréttur 900.-
Fiskur 1800.-
Kjúklingabringa 2100.-
Lambafillet 2600.-
Nautalund 2800.-
Desert 350.-
Kaffi og konfekt 300.-


Ég vona að þið getið fundið eitthvað við ykkar hæfi og hlakka til að heyra frá þér.
Bestu kveðjur Hrönn Kaffi Duus Keflavík


... hvernig líst ykkur á þetta? haldiði að það sé hægt að velja einhverja 3 rétti handa öll hópnum?? Hvað viljiði borða dúllurnar mínar??
Hvert vill fólkið fara út að borða á laugardaginn?? :)
Aðalspartíið verður á laugardaginn, ekki á föstudaginn. Eftir víðtækar rannsóknir kom það í ljós að það kvöld henti flestum betur. Reyndar hentaði það 97 % markhópsins betur. (Er greinilegt að ég hef verið að læra tölfræði..? ) Semsagt, aðalspartí á LAUGARDAGINN, ekki föstudaginn. Látið það berast.

(...og ég er ekkert að djóka með þetta bara svo ég fái að syngja aðalslagið sóló...)

miðvikudagur, september 24, 2003

Heyja Heyja

Nú kalla ég á ykkur öll að mæta í kaplakrika á miðvikudaginn næsta og styðja ykkar mann þegar hann mætir, ásamt félögum sínum í ungmannafélagi Bifrastar, FH 2 í bikarkeppni HSÍ.

Allir á völlinn.
Hvernig eigum við að ákveða hvorn daginn skal halda þetta??? díses :)

Held samt að það komast miklu fleiri á laugardaginn :/
Það hafa margir staðfest komu sína á föstudaginn og stefnir í metmætingu í aðalspartý síðan við komum heim... en það eru nokkrir sem komast ekki.

Það skiptir mig engu máli hvort að partýið sé haldið á föstudaginn eða laugardaginn. Ég veit að ef partýið væri á laugardagskvöldið þá myndi Björn geta komið, erla lært meira og eva ekki þurft að mæta í dæmatímann sinn þunn.

Þannig að ég spyr.... Hvort kjósið þið föstudagskvöldið eða laugardagskvöldið???

þriðjudagur, september 23, 2003

jæja nú ætti etta að virka
Hver er bezt! Hver er bezt! Ú je beibí. Tók mig ekki nema ár.
Jæja, nú ættu flestir að vera búnnir að fá email um þessa heimasíðu.

Hvernig líst fólki að fara í mat fyrst á föstudagskvöldið?
Ég er komin inn :)
ætli þetta eigi eftir að virka?
Þetta ðæó er bara test með íslenskum stöfum