laugardagur, október 02, 2004

jæja, er ekki kominn tími til að uppfylla kröfurnar sem þessi heimasíða á að gera til fólks? þegar við opnuðum hana vildum við að allir myndu skrifa á hana hvar þeir væru og hvað þeir væru að gera með tilliti til þess að hópurinn myndi fara í sínar áttir og gera eitthvað allt annað en þegar hópurinn fór til Krítar sem hinn íslenski Aðall. Því ætla ég að spyrja.. hvað eru allir að gera í dag og hvar eruð þið?? ég skal skrifa fyrstur og svo væri gaman ef allir gerðu slíkt hið sama :)