fimmtudagur, maí 13, 2004

Only two days to go!!

Jæja krakkar, þá er þetta alveg að bresta á. Bara 52 tímar eftir! :)
En já, einhver ykkar eru líklegast búin að frétta af breyttri staðsetningu á partíinu. Ástæðan fyrir því er sú að það hefði tekið okkur ár og öld að fá þetta helv...skemmtanaleyfi. Við hefðum þurft allskyns pappíra og vesen, sakavottorð, lífeyriseitthvað og fullt af leyfum. Þannig að Beta fór og grátbað foreldra sína um að lána sér húsið, sem þau og gerðu, og því verður partíið haldið þar. Sem dæmi um það hversu mikið vesen þetta leyfi hefði verið, þá BAÐ löggan okkur um að halda þetta í heimahúsi svo þeir þyrftu ekki að standa í þessu veseni líka. Allavega problem fixed og við sjáumst á Heiðarbakka 4, klukkan sjö á laugardagskvöldið. Það verða líklegast um 24 manns sem mæta, sem er nú bara mjög góð mæting verð ég að segja.
Se ya saturday! :)

þriðjudagur, maí 11, 2004

Partí undirbúningur

Jæja, nú ættu allir að vera byrjaðir að telja niður dagana þangað til aðalspartíið verður. Ef ske kynni að þið hafið gleymt því þá er það Á LAUGARDAGINN KLUKKAN SJÖ! Og í guðs almáttugs bænum ekki fara að mæta ýkt seint, bara svo þið getið drukkið ykkur full áður en þið komið. Ég vil ekki sjá neinn mæta seinna en hálfníu, nema hann/hún hafi GÓÐA afsökun fyrir því. En já, það er smá situation með skemmtanaleyfi, en ný samþykktar reglur gera ráð fyrir því að fólk þurfi leyfi til þess að skemmta sér og sínum í þessum bæ. Ég vona innilega að það hafi ekki verið minn flokkur sem stóð að baki þessum reglum, því þá þarf ég að fara að endurskoða minn hug. Fyrr má nú gera helv..bæinn fjölskylduvænan, það á bara að banna allt djamm sem fær ekki sérstakt leyfi hjá lögreglunni. Til gamans þá ætla ég að skella inn ímeilinu sem við fengum frá löggunni:
>Sæl e-leifs
>
>Við nánari athugun á málum varðandi Framsóknarsalinn við Hafnargötu kemur í ljós að þú þarft að vinna þetta í nánari samvinnu við forsvarsmenn salarins.
>Til að geta fengið skemmtanaleyfi þarftu veitingaleyfi og slíkt leyfi hefur staðurinn, xxx nánar tiltekið.
>Þá þarf að útvega og nefna dyraverði í samræmi við fjölda (áætlaðan) gesta. Þeir dyraverðir þurfa að hafa verið samþykktir af sýslumannsembættinu.
>
>Ég ráðlegg þér að leita til xxx og ræða betur við hann um þær kvaðir sem á skemmtanahaldara hvíla. Þá getur þú einnig leitað til mín varðandi þá hluti sem xxx skilur ekki eða getur ekki veitt þér ráð varðandi.
>
>Kveðja,

Mín stóra spurning eftir lestur þessa bréfs var þessi: DYRAVERÐI?! FYRIR 25 MANNS?! ER EKKI ALLT Í LAGI MEÐ FÓLK??! (hástafirnir eiga að gefa til kynna undrun mína á þessu bréfi). Allavega, þá fáum við allt þetta á hreint í dag vonandi. En ef einhver vill bjóða sig fram í að vera dyravörður þá er það náttúrulega velkomið ;)
Og vonandi verðið þið líka búin að leggja inn (í SÍÐASTA lagi á morgun) svo við getum borgað þetta helv...leyfi og salinn, áfengi og annað sem þarf til að gera sér glaðan dag.
Svo ég minni ykkur á það aftur: þá er það reikningur 1109-26-2505 og kennitala: 251282-4129. Don't make me have to call you people! ;) Við síðustu athugun voru einungis Heba, Rósa, Jón Haukur, Elísabet og Björn búin að leggja inn og fá þau öll svona stimpilbroskall á handarbakið í staðinn (við komuna í partíið sko).
Ef ykkur er illa við að eiga við banka þá megiði auðvitað koma með peninginn heim til mín, eða Betu, í vel-lokuðu umslagi merkt: Kristileg samkoma á laugardag. og nafnið ykkar fyrir neðan. Danke schön!

Sjáumst á laugardaginn!

miðvikudagur, maí 05, 2004

Ég ætlaði að fara að finna e-h flott lúkk og setja hérna inn - en ég hef víst bara ekki leyfi til þess.... Hver getur gefið mér leyfi????

Takk kærlega fyrir boðskortið - reyndar ekki búin að sjá það, bara búið að lesa það upp fyrir mig.

Sjáumst hress þann 15 maí :-)