föstudagur, janúar 09, 2004

Mar spyr sig nú bara hvar er alltaf fólkið sem hefur aðgang að skrifa á þessa síðu....er ekki málið að lífga aðeins upp á hana?????

Ég vildi bara óska Klöru og Tomma góðrar ferðar í ævintýrinu sínu. Hlakka til að fylgjast með ferðasögunni ykkar :-)



fimmtudagur, janúar 08, 2004

BREYTT ÁFORM!

Í stað þess að hittast á duus ætlum við bara að hittast öll heima hjá mér. Ákváðum að breyta þessu þar sem að heima getum við drukkið okkar eigin bjór sem er miklu ódýara, hlustað á tónlistina sem við viljum, já.. bara miklu betra. Þannig að.... heima hjá mér annað kvöld, ekki á duus.

Þetta er þó ekkert partý, né fyllerí, planið var bara að fá sér 2-3, spjall og eðal músík að hætti hússins og að allir geti mætt á réttum tíma í vinnuna! ;)

Hlakka til að sjá ykkur :)

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Hæhæ allir saman nú, nú er stutt þangað til að við hjúin förum út í fjóra mánuði. Við förum snemma á laugardagsmorgun og því ekki hægt að halda neitt rokið kveðjufyllerí þannig að við ætlum að kíkja á duus í staðinn á fimmtudaginn kl. 21:00 og fá okkur bjór með ykkur dúllunum okkar í síðasta sinn áður en við kveðjum ykkur. Vonust til að sjá ykkur þar :)