miðvikudagur, október 29, 2003

Jæja þá er það ákveðið.
Farið verður í sumarbústað á laugarvatni helgina 7.-9. nóv.

Með bústaðnum fáum við afnot af sundlaug og heitum potti og ef ég man rétt þá er gufa Þarna líka og er etta bara við hliðin á bústaðnum nánast. Það er ekki nema svefnpláss fyrir 7 manns en það er nóg pláss á gólfinu þannig að komið með dýnur og vindsængur ef þið eigið svoleiðis og ekki gleyma svefnpoka.

Taka skal fram að þetta ekki bindindisferð. Þetta verður bara gaman.

kv diddi

þriðjudagur, október 21, 2003

Well well ekki mikið aksjón í gangi á essu bloggi okkar.

En ég er með hugmynd sem mig langar að kasta hér fram. Er einhver hugur í fólki að reyna endurtaka leikinn frá Ólafsvík og reyna að skella okkur öll saman í einhverskonar ferðalag? Ég veit að ég væri allveg til í það þar sem það var geeikt gaman á Ólafsvík seinast.

kv diddi

miðvikudagur, október 15, 2003

jæja elskurnar mínar! Öllum Aðlinum er boðið á afmæli hjá mér (og Magna) á Mamma Mía í Sandgerði á laugardaginn næstkomandi! ég læt ykkur vita betur um veitingar og tíma á morgun. Hlakka til að sjá ykkur öll!


kveðja frá Lindu tott....

þriðjudagur, október 14, 2003

Eitt kvöldið var mér boðið út. Og sko BARA með stelpunum. Ég sagði manninum mínum að ég yrði komin heim um miðnættið. "Ég lofa því!" Jæja, tíminn leið og það var mikið drukkið af kampavíni. Um 3 leytið um nóttina var ég orðin pöddufull, og ég ákvað að drífa mig heim. Um leið og ég gekk inn fyrir dyrnar byrjaði Gauksklukkan okkar að slá (gala), og galaði 3 "kú-kú". Þegar ég heyrði það þá reiknaði ég með að hann myndi vakna, svo að ég "kú-kú- aði" (galaði) 9 sinnum til viðbótar. Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér að komið með þessa snilldarhugmynd, (alveg á perunni), til þess að sleppa við nöldur næsta dag.

Daginn eftir spurði maðurinn mig hvenær ég hefði komið heim, og ég sagði honum að ég hefði komið klukkan 12, eins og samið var um. Hann virtist vera sáttur við það, og ég hugsaði: "Hjúkk, ég komst upp með þetta".

En þá sagði hann, "Við þurfum að fá okkur nýja klukku". Þegar ég spurði hann hvers vegna, sagði hann: "Sko, í gærkvöldi galaði klukkan þrisvar, sagði síðan, "SJITT", galaði fjórum sinnum til viðbótar, ræskti sig, galaði aftur þrisvar, flissaði, galaði tvisvar sinnum enn, og datt síðan um köttinn og PRUMPAÐI.........

mánudagur, október 13, 2003

Hæ hæ dúllurnar mínar

Hérna kemur listinn yfir e-mail og msn hjá okkur öllum nema Ingveldi og Lindu Björk.
Ef að e-h veit e-mailin þeirra endilega látið mig vita.
Það er alveg örugglega einhverjar villur í þessu hjá mér, endilega látið mig vita svo ég geti leiðrétt.

Sjáumst

sunnudagur, október 12, 2003

Er einhver hérna sem getur gefið mér upp e-mail addressuna hjá Bjarka, Ingveldi, Hörpu og Lindu Björk ??????

Ég sendi ykkur svo listann þegar ég er búin að bjarga þessu :)

þriðjudagur, október 07, 2003

Mér finnst að það ættu allir sem kíkja hingað inn að commenta hér og segja hvað þeir eru að gera í lífinu sínu og hvað planið hjá þeim er fyrir ca. næsta árið :) Ég skal byrja, svo gerið þið öll :)

fimmtudagur, október 02, 2003

Hvunnig gerir mar svonna comments á síðuna? mig vantar svo svolleis á mína síðu....

miðvikudagur, október 01, 2003

Halló, halló, halló! Ég komst inn - yes! Glæsilegt framtak, verð ég að segja. Nú vita allir í aðlinum hvað allir hinir í aðlinum eru að gera - jíbbí.