Jæja þá er komið að því að fá nýtt update frá öllum.
Hvað eru allir að gera í dag? (Skóli, vinna, staður, börn, gráður, stórafmæli, framtíðarplön, sumarvinnur og allt annað sem ykkur dettur í hug!)
Hvað eru allir að gera í dag? (Skóli, vinna, staður, börn, gráður, stórafmæli, framtíðarplön, sumarvinnur og allt annað sem ykkur dettur í hug!)
2 Ummæli:
Ég bý ennþá í Horsens í Danmörku og á eitt og hálft ár eftir í Byggingartæknifræðinginum þar sem ég tek mér frí á næstu önn til að fara að byggja inní innrinjarðvík...
en jæja hvernin væri ef við myndum öll skella okkur í útileigu saman í sumar??
Jói Bjarna | Homepage | 03.29.07 - 8:01 pm | #
Gravatar S.l. haust þá fluttum við Klara í Reykjavík í Grafarholtið á stúdentagarða þar en um áramótin fluttum við aftur og búum nú í Skipholtinu í Reykjavik.
Ég er á öðru ári í háskólanum í ferðamálafræðinni (með markaðsfræði og alþjóðaviðskipti sem aukagrein) og er að fíla það vel
Það hljómar vel að halda upp á 5 ára útskriftarafmælið í íslenskri útilegu. Munið þið þegar við vorum að pæla í fara bara aftur til Krítar á 5 ára afmælinu? :D hahahaha...
Tommi | 03.30.07 - 9:49 am | #
Gravatar jahhá bara líf á aðalsblogginu
ég er eitthvað að vandræðast í lögfræði í HÍ, enn ekki viss um hvort það eigi við mig enda nóg annað að gera hjá mér...
Er á námskeiði hjá Icelandair núna og mun vinna sem flugfreyja í sumar
Bý á stúdentagörðunum við HÍ en langar mest að flytja einhvert til útlanda þessa dagana...hehe
Á hvorki kall né krakka hehe...
Líst rosa vel á reuion, væri gaman að fara í útilegu
Íris | Homepage | 03.30.07 - 12:11 pm | #
Gravatar hæhæ já ég bý borginni og er á fyrsta ári í íþróttafræði í HR og líkar mjög vel Er enn að leita mér að vinnu fyrir sumarið en er samt að fara til Spánar að læra spænsku strax eftir prófin á vegum HR og fæ heilar 6 einingar fyrir það Annars líst mér bara mjög vel á hitting enda langt síðan maður hefur séð flest þessi andlit
Rósa Ragnars | 03.30.07 - 2:02 pm | #
Gravatar Hæ elskurnar. Gaman að sjá líf hér.
Ég bý í 101 Rvk með kærasta mínum og íslenskri tík sem heitir Freyja. Ég er að klára BA í lögfræði í vor frá HR og er einmitt á leiðinni í útskriftarferð til Egyptalands 13. maí. Ég stefni á meistaranám við HR í haust og áframhaldandi framhaldsnám erlendis haustið 2008.
Ég er alltaf til í að hitta ykkur!
Hjördís Birna | 04.01.07 - 10:15 am | #
Gravatar Ég er bara enn hér í höfuðborg Íslands.. Já Njarðvík.. Er að fara klára fyrsta árið, af þremur, í íþróttafræði í HR.. Starfa líka enn í lögreglunni, eitthvað aðeins með skóla og svo í sumar.. Stefni að því að klára mitt nám og sé svo til með framhaldið.. Vill ekki hugsa mikið út í stórafmæli.. Styttist alltaf í það..
Djöfull væri gaman að fara aftur til Krítar.. Ég er til í hitting í sumar.. Þarf bara vita af honum með smá fyrirvara (vaktavinnu rugl)..
Jón Haukur | Homepage | 04.07.07 - 8:22 pm | #
Gravatar Ég kom heim frá Mílanó fyrir um hálfu ári síðan og er orðin Húsgagna-og Innanhússarkitekt. Starfa ennþá í Bláa Lóninu þó að það sé að verða liðið skeið því það bíða spennandi verkefni eftir mér í sumar sem sjálfstæður innanhússarkitekt og svo er ég búin að fá starf sem auglýsingahönnuður framsókn í suðurkjördæmi fyrir kosningar þannig að hver hefur tíma fyrir karl og börn hér á bæ! Og svo er það ennþá hótel mamma þó að vonandi í sumar verð ég með annan fótinn inni hjá Rósu R í bænum.
Líst vel á hitting í sumar.....útilega er ekki svo slæm hugmynd, kannski ekki allveg eins og krít en who gives a s.......as long as your all there!!
kv rósa dögg
Rósa Dögg | Homepage | 04.08.07 - 8:35 pm | #
Gravatar Hæhæ gaman að sjá líf hér!
Ja ég er kominn með tvö kríli stelpu sem er að verða 4 ára og strák sem er að verða 2ja!Ég bý ennþá í Garðinum!
Ég er að vinna hjá Starfsmannafélagi Suðurnesja núna en stefni á að fara í nám í haust
Það væri æðislega gaman ef við gætum öll hist í sumar, það yrði bara gaman
Kv Hafrún
Hafrún Ægisdóttir | 04.09.07 - 2:15 pm | #
Gravatar hellú pípol...
Ég bý með manninum mínum og stráksa í Njarðvík. Stráksi er að verða 2 ára í sumar.. ég veit ég veit, allt of fljótt að líða
Ég kláraði þroskaþjálfan síðasta sumar og er að vinna sem slíkur á Hæfingarstöðinni í Keflavík (verndaður vinnustaður). Er að sjá um eina deild þar, sem heitir Hæfing.
Ég er í námi núna, er að læra einkaþjálfaran og mun vonandi ná því prófi og verða loks einkaþaþjálfari (tímapanntanir eru í síma:8685509) heheheh
Framtíðarplön: iss maður.. á marr ekki að reyna að lifa í núinu...
nei annars þá veit ég bara ekki hvað framtíðin mun færa mér...
auðvitað hugsa um börn og buru og reyna að ferðast eitthvað og sjá heimin...
Dk kítlar í augnablikinu enda er ég komin með ógeð af helfv veðrinu hér á klakanum...
í sumar er svo roskilde og mun ég vonandi sjá kunnuleg andlit þar og rifja upp gamla djammtakta..
untilthen
BLE
Heba Maren | Homepage | 04.18.07 - 10:16 am | #
Gravatar þegar stórt er spurt..
Jájá, allavega, ég er enn jafn clueless og áður, kom heim frá Ástralíunni í júlí liðnum og byrjaði að vinna hjá BL og skellti mér í jarðfræðina í HÍ. Eftir fyrstu vettvangsferðina þar sem ég stóð upp í miðju fjalli í grenjandi rigningu með hamar og stækkunargler að lemja í steina til að finna út hvort þetta væri grjót eða steinn, ákvað ég að þetta væri kannski ekki alveg fyrir mig og hætti á nóinu. Fór að vinna full-time við að þjóna á veitingastaðnum í Lóninu og fékk þá flugu í höfuðið einn sólskinsbjartann sunnudagsmorgun á leið í vinnu að fara að læra þjóninn. Bara svona til að láta alla halda að ég væri nú algerlega búin að missa vitið! Byrjaði í MK í þjóninu um áramótin og er því aftur komin á framhaldsskólabekk. Sem er bara drullugaman! Hrista kokteila í skólanum og flambera lambahrygg og búa til djúsí rjómasósu og hafa það kósí. Gæti það verið betra?? Er semsagt í fullum skóla og fullri vinnu þannig að ég geri nú ekki mikið annað þessa dagana..
Svo keypti ég mér líka íbúð í innri-njarðvík sem er í byggingu og ég flyt inn í ágúst (vonandi), þannig að ég er á góðri leið með að verða fullorðin.
Framtíðarplönin eru svo að skrifa mestu skáldsögu allra tíma, vinna óskarinn, klífa Everest og ná Aðlinum saman í hitting fyrir þrítugsafmæli okkar flestra!
Gleðilegt sumar kids!
andrea | 04.19.07 - 7:58 pm | #
Gravatar Hellú
gaman gaman að sjá að þetta er eitthvað að lifna við hérna hjá okkur, verð að viðurkenna að ég hélt að þessi síða væri steindauð
en af mér er það að frétta að ég kláraði sveinsnámið í snyrtifræði í maí 2006 og fór svo þá um sumarið að vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur og er enn að vinna þar sem innheimtufulltrúi...er ein af þessum vondu sem er að loka hjá fólki hehe
en ég bjó með henni Rósu R minni í Stóragerði í rvk en flutti svo inní kópavog til kærastans míns og svo er stefnan sett á að flytja inn í hafnó þann 1.júlí
en við Kristján,Klara,Tommi og Andrea ætlum að fara að hittast sem fyrst og skipuleggja hitting í sumar, sennilega í um 20.júlí þannig að þið verðið að fara að gera ykkur klár fyrir all svaðalega djammhelgi í sumar
adios amigos
Silla | 04.27.07 - 6:40 am | #
Gravatar Já halló halló fallega fólk :D
Ég er búin að verað læra listfræði í háskólanum og listaháskólanum, bæði íslands, og er þar á heimavelli.. já, so er ég að vinna á kaffihúsi sona með og þjálfa 3.flokka í fótbolta, þar er ég líka á heimavelli...
Hvorki á ég mann né konu og engin á ég börnin, en ég á kött...
en já,
svaðalega er ég til í hitting.!! það held ég nú :D
Harpa Flóvents | 05.29.07 - 3:36 pm | #
Hæ hæ sætust
Ég er enn í skóla. Er í tækniskóla í Frederiksberg að læra sjóntækjafræði/optiker og skiptist á að vera á skólabekk og að vinna í gleraugnaverslun. Hef líka verið að vinna sem þjónn á ítölskum veitingastað með skóla. Bý í kaupmannahöfn á æðislegu kollegíi. Börnin og kallinn hafa enn ekki látið sjá sig enda nægur tími til þess. Hef enn ekki gert það upp við mig hvort ég komi heim að námi loknu. Var harðákveðin í að koma heim um leið og ég myndi útskrifast en mér líkar lífið hérna bara svo vel að ég veit ekkert hvar ég enda.
Og þar sem mér finnst lífið svona æðislegt hérna úti þá kem ég ekki heim í sumar og missi af aðals djamminu :(
ég tek bara feitt djamm með roskilde förunum í staðin
Stórt knús á línuna
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim