mánudagur, janúar 09, 2006

Vá, ég byrjaði bara að blogga á fullu áðan og publishaði því. Fannst eitthvað undarlegt við þetta allt saman en þá áttaði ég mig á því að ég var að blogga um hversdagsleika minn á Aðals síðunni þegar ég ætlaði að gera það á minni síðu... auli.

En já í tilefni þess þá ákvað ég bara að skrifa nokkrar línur um ekki neitt hérna. Það vantar að endurvekja þennan vefheim okkar - fá smá líf í hópinn. Er ekki bara orðið allt of langt síðan við höfum hist?

Love & peace
Linda Guðmunds.
Mig langaði bara að óska Erlu og Halla til hamingju með soninn sem fæddist í morgun. Skemmtilegt líka að hann skuli teljast vera 300.000 íbúi landsins!
Til hamingju með þetta elsku Erla og Halli!!


(læt fylgja með greinina af mbl.is)
Drengur sem fæddist í morgun telst 300 þúsundasti íbúi landsins
Mannfjöldaklukka Hagstofunnar sló 300.000 um klukkan 7 í morgun. Hagstofan segir að það þyki við hæfi að það barn, sem fæddist hér á landi sem næst þessum tíma, teljist þrjú hundruð þúsundasti íbúi landsins. Þetta er drengur sem fæddist á fæðingardeild Landspítala-háskólasjúkrahúss á sjöunda tímanum í morgun, sonur Erlu Maríu Andrésdóttur og Haraldar Arnarsonar í Reykjanesbæ.
Hagstofan setti nýlega á vef sinn svonefnda mannfjöldaklukku í tilefni af því að íbúar landsins nálguðust 300.000. Talning mannfjöldaklukkunnar byggðist á stöðu íbúaskrár dag frá degi og raunverulegum og áætluðum fjölda fæðinga, andláta og skráninga á fólki sem fluttist til landsins og frá því.
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, og Hallgrímur Snorrason, hagstofustjóri ætla að heimsækja drenginn og foreldra hans á fæðingardeildina á morgun.