sunnudagur, janúar 30, 2005

Gleði gleði

Jæja, þið eruð ekki dauð úr öllum æðum enn semsagt..
Laugardagurinn 26.feb, dagur tónlistarskólanna, hefur orðið fyrir valinu. Allir sáttir við það??
Vinsamlegast látið fréttina berast til þeirra sem eru ekki eins virkir og þið í að skoða síðuna okkar. Nenni ekki að fara að hringja í alla strax. :)

Allir að mæta!! :)

mánudagur, janúar 24, 2005

Sælir sykurpúðar :)

Ég er komin með leið á að bíða eftir að það gerist eitthvað á þessari síðu og ætla því að taka orðið í mínar hendur. :)
Allavega, ég fór að pæla í því þegar ég sótti ástkærann bróður minn uppí flugstöð þegar hann kom úr sinni útskriftarferð, hversu langt það er síðan við höfum hist öll saman. Held að það sé rétt með farið hjá mér að síðasti hittingur var í maí heima hjá Betu í "júróvísjón"partíið. Ég set júróvísjón í gæsalappir vegna þess að ég held að ég hafi ekki séð neitt nema brot af frammistöðu Jónsa því ég var of upptekin við hlaupskotin.. :) Það er allavega langt síðan við hittumst síðast, það er nokkuð ljóst...
En er áhugi fyrir því að hittast? Ég gæti reddað húsnæði, en ég nenni eiginlega ekki að halda partí ef það er svo enginn áhugi og mætingin yrði slöpp..
Ég get náttúrulega bara talað fyrir mína hönd, en mér finnst alltaf mjög gaman að hitta ykkur og rifja upp gamla tíma. Finnst hálf ótrúlegt að það séu komin þrjú ÁR síðan við byrjuðum að safna fyrir krítarferðinni miklu. Tíminn líður...
En þið segið til. Viljiði hitting eða ekki? :)